Ekki er gert ráð fyrir því að setja fjármuni í nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026.
Kjarninn fjallar um málið. Í fjármálaáætlun kemur fram að áform um að byggja nýjan þjóðarleikvang séu skammt á veg kominn, það sé ekki tímabært að setja inn fjármögnun á slíku í áætlun.
KSÍ hefur lengi staðið í ströngu við ríki og Reykjavíkurborg um að byggja nýjan leikvang, á síðasta ári sendu stjórnvöld yfirlýsingu frá sér um að vonir stæðu til að nýr völlur myndi rísa á næstu fimm árum.
Aðstæður á Laugardalsvelli eru langt í frá boðlegar í dag, allur aðbúnaður fyrir leikmenn eru löngu úr sér genginn. Þá geta landsliðin ekki leikið heimaleiki sína þegar þess þarf.
Karlalandslið Íslands þarf sem dæmi að byrja á þremur útileikjum í undankeppni HM sem fer af stað í vikunni, liðið endar svo á tveimur útileikjum í nóvember. Hefur verið bent á að þetta minnki líkur Íslands á að komast á stórmót.