fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Aron Einar skilur Gylfa mjög vel – Hefur sjálfur misst af fæðingu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 10:19

Kristbjörg og Aron Einar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins er klár í slaginn gegn Þýskalandi á morgun í undankeppni HM, um er að ræða fyrsta leik í nýrri keppni undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Það er tilhlökkun að að byrja nýja keppni, það er spenna. Við skoðum alltaf okkar möguleika og hvernig við komumst upp úr riðlinum. Það er gaman að byrja nýja keppni og undirbúningurinn hefur gengið vel þrátt fyrir að við höfum verið stutt saman. Það eru nýir þjálfarar en undirbúningurinn hefur verið góður, það er reynsla í hópnum og við erum spenntir,“ sagði Aron Einar.

Aron Einar er í góðu formi og treystir sér til að spila þrjá leiki á næstu sex dögum. „Mér líður mjög vel en við tökum stöðuna eftir hvern leik. Eins og staðan er núna er ég í mjög góðu formi og enginn meiðsli. Við erum með gott læknateymi sem er til ái að gera þetta auka þegar menn koma illa út úr leik.“

Gylfi Þór og Alexandra Helga eiginkona hans / GettyImages

Gylfi Þór Sigurðsson er fjarverandi en ástæðan að eiginkona hans á von á sínu fyrsta barni. „Ég veit hvernig honum líður, ég skil hann mjög vel og hef verið í sömu stöðu,“ sagði Aron Einar en hann á í dag þrjá stráka.

Aron Einar missti af fæðingu sonar síns árið 2015 þegar hann var staddur í verkefni með landsliðinu. Hann sá fæðinguna í gegnum FaceTime.  „Ég skil hann mjög vel, að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef verið í. Ég tala af reynslu að hafa ekki verið á staðnum, ég skil hann mjög vel. Ég óska honum og Alexöndru góðs gengis.“

Aron Einar er spenntur fyrir því að fara af stað með nýjum þjálfurum. „Það eru litlar áherslubreytingar, ég veit fyrir víst að Arnar og Eiður Smári eru ekki að koma inn í þetta til að gera miklar breytingar. Þeir vita hvað býr í þessum hóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir