fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Arnar Þór Viðarsson hefur valið byrjunarlið sitt – Stillir hann upp svona gegn Þýskalandi?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir frá því í viðtal við Fótbolta.net að hann hafi ákveðið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Þýskalandi á morgun. Þar kemur fram að Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley verði á bekknum, meira gefur Arnar Þór ekki upp.

Margir hafa velt vöngum yfir mögulegu byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á morgun. Ef miðað er við ljósmyndir og myndefni af æfingum liðsins virðist Arnar Þór hafa fljótlega í vikunni verið með fastmótaðar hugmyndir um málið.

Af ljósmyndum sem birtar hafa verið virðast Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason líklegir til þess að vera í vörninni. Spurning virðist vera með hvort Hörður Björgvin Magnússon eða Ari Freyr Skúlason verði í vinstri bakverðinum. Hannes Halldórsson ætti svo að standa í markinu.

Á miðsvæðinu stefnir allt í að Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson verði þar með Rúnari Sigurjónssyni. Arnar virðist hugsa Birkir Bjarnason sem kantmann, öllu meiri óvissa er um hver mun leika á hægri kantinum.

Þá virðist nokkuð öruggt að Jón Daði Böðvarsson verði í fremstu víglínu.

Líkleg byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi:
Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Ari Freyr Skúlason

Arnór Ingvi Traustason
Aron Einar Gunnarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason

Jón Daði Böðvarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Í gær

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni