fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Arnar Þór hefur ekki áhyggjur – Álit Halldórs skiptir miklu máli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 11:30

Arnar Þór Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands hefur ekki áhyggjur af því hver skorar mörkin fyrir íslenska landsliðið. Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson eru fjarverandi.

Framherjar í íslenska hópnum hafa litla reynslu af því að skora fyrir landsliðið, fyrir utan Kolbein Sigþórsson en hann er ekki leikfær í heilan leik eins og sakir standa.

Fram kom á sunnudag að Gylfi Þór Sigurðsson hefði dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum, ástæðan er sú að eiginkona hans á von á þeirra fyrsta barni innan tíðar.

„Það er ekkert áhyggjuefni, alls ekki. Það er ekkert sem ég hef hugsað út í, að mínu mati geta allir skorað mark í fótbolta. Þetta snýst um að leikmenn þurfa að hafa vilja til að klára hlaupin í þeirri grind sem við setjum upp. EF að við höfum þann vilja að klára hlaupum, klára þær hreyfingar og sendingar sem við erum að leita eftir. Þá hef ég ekki áhyggjur,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í dag.

„Þetta getur tekið tíma að stimpla það inn í liðið Þetta snýst fyrir mér ekki um leikmenn, hver svo sem það er. Þetta snýst um hlaupin og viljann til að klára hlaupin, í hornum og aukaspyrnum. Vilja vinna boltann og einvígi, þá hef ég engar áhyggjur. Ef leikurinn fer 0-0 á morgun þá er ég mjög ánægður,“ sagði Arnar en Ísland mætir Þýskalandi á morgun.

Allt bendir til þess að Hannes Þór Halldórsson standi í markinu en á morgun skoðun Halldórs Björnssonar, markmannsþjálfara hefur mikið að segja um það.

„Markmannsþjálfarinn vinnur á sama hátt og restin af þjálfarateyminu, við erum fjórir þjálfarar og Tom sem þolþjálfari. Ákvörðunin um hver stendur í markinu er alltaf mín, ég ræði við mína aðstoðarmenn hvað við teljum að sé best. Ef það eru mismunandi skoðanir þá tek ég lokaákvörðun, ég met álit Halldórs mjög mikið en líka álit Eiðs og Lars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“