fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Sækir Klopp miðjumann frá Juventus í sumar?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á því að Jurgen Klopp stjóri Liverpool þurfi að styrkja miðsvæði sitt í sumar en Georgino Wijnaldum er að verða samningslaus. Hollenski miðjumaðurinn hefur hingað til ekki viljað framlengja dvöl sína á Anfield.

Wijnaldum og forráðamenn Liverpool hafa lengi verið að karpa um kaup og kjör en ekki fundið neina lausn, miklar líkur eru taldar á að hann fari frítt til Barcelona í sumar.

Ítalskir miðlar segja frá því að Liverpool skoði nú þann kost að fá inn Aaron Ramsey miðjumann Juventus í sumar, West Ham hefur einnig sýnt áhuga.

Ljóst er að Ramsey þarf að taka á sig verulega launalækkun en hann þénar nálægt 400 þúsund pundum á viku samkvæmt fréttum. Ramsey kom frítt til Juventus frá Arsenal fyrir tæpum tveimur árum.

Ramsey hefur ekki fundið taktinn hjá Juventus en hann átti góð ár hjá Arsenal þar sem miðjumaðurinn frá Wales var nokkuð duglegur við að skora.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Í gær

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“