fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Messi og Ronaldo áfram orðaðir við Inter Miami – „Miami er borg sem togar í leikmenn“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. mars 2021 21:03

David Beckham/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, einn af eigendum bandaríska liðsins Inter Miami, fullyrðir að Miami sér kjörinn staður fyrir knattspyrnuleikmenn til að búa á og stunda iðju sína.

Inter Miami er ungt félag en Beckham segist vera viss um að félagið geti laðað til sín yfirburðar knattspyrnumenn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru reglulega orðaðir við Inter Miami.

Nú þegar hafa leikmenn á borð við Gonzalo Higuain og Blaise Matuidi, sem hafa mikla reynslu af stærstu deildum Evrópu, spilað með liðinu.

„Þegar að við tilkynntum um stofnun Inter Miami, vissi ég að það myndu fara af stað sögusagnir um það hvaða leikmenn myndu ganga til liðs við félagið. Hvort það væri Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði Beckham í viðtali við ESPN.

Það er mat Beckham að í Miami sé allt til alls fyrir leikmenn af hæsta gæðastigi.

„Þetta er frábær borg. Mér finnst við vera með flottan stuðningsmannahóp. Miami er borg sem togar í leikmenn sem hafa spilað í Evrópu og eru stórstjörnur,“ sagði David Beckham, einn af eigendum Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Í gær

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“