fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Manchester City horfir til Danny Ings sem arftaka Aguero

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. mars 2021 20:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur áhuga á því að fá enska framherjann Danny Ings, leikmann Southampton til liðs við sig. Þetta herma heimildir SkySports.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Sergio Aguero, framherja Manchester City hjá félaginu en samningur hans rennur út í sumar og ekkert þokast í viðræðum við leikmanninn um nýjan samning.

Ings gekk til liðs við Southampton frá Liverpool árið 2019 og hefur staðið sig vel hjá Dýrlingunum. Ings hefur skorað 42 mörk í 92 leikjum fyrir Southampton og Manchester City líta á hann sem ódýr en góð kaup.

Ings er í þann mun að fara hefja sitt síðasta samningsár hjá Southampton og er því í sterkri stöðu gagnvart félaginu, vilji hann fara til Manchester City. Southampton gæti neyðst til þess að selja leikmanninn.

Ings, sem er 28 ára gamall, hefur yfir mikilli reynslu að ráða í ensku úrvalsdeildinni. Þar á hann að baki 133 leiki með þremur félögum, Southampton, Liverpool og Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“