fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Kröfuharður Neville rak stjórann sem vann titil fyrir örfáum dögum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. mars 2021 17:00

Gary Neville. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville einn af eigendum Salford City hefur rekið Richie Wellens úr starfi knattspyrnustjóra, örfáum dögum eftir að liðið vann sinn fyrsta bikar í atvinnumennsku.

Salford er í fjórðu efstu deild Englands en Neville og félagar hafa lagt mikla fjármuni í félagið. Meðal eiganda eru David Beckham, Ryan Giggs, Paul Scholes, Phil Neville og Nicky Butt.

Salford er í Manchester en Wellens tók við liðinu í nóvember eftir að Graham Alexander var rekinn úr starfi. Liðið vann Papa John’s bikarinn á dögunum, um er að ræða bikarkeppni fyrir lið í neðri deildum.

Liðinu hefur hins vegar ekki vegnað nógu vel í deildinni að mati Neville og var ákveðið að reka Wellens og leita að þriðja stjóra tímabilsins.

Salford situr í níunda sæti deildarinnar og er sex stigum frá sæti í umspili um laust sæti í þriðju efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Í gær

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“