fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Iron Mæk sendir skilaboð: „Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. mars 2021 09:10

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Neville Anderson leikmaður FC Midtjylland í Danmörku eru í leikmannahópi U21 árs landsliðs Íslands sem hefur leik á lokamóti Evrópukeppninnar í vikunni.

Mikael Neville lék fjóra landsleiki með A-landsliðinu á síðasta ári en hann lék síðast með U21 árs landsliðinu undir lok árs 2019.

Mikael átti að vera í U21 árs landsliðinu í nóvember en afþakkaði þá sæti í hópnum, hann taldi betra fyrir sig á þeim tímapunkti að æfa og spila með danska liðinu. Mikael ritar aðeins um þessi mál á Twitter síðu sinni.

„ U21 EM i am coming,“ skrifar Mikael og heldur svo áfram

„Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi. Höfum eitt á hreinu, það er alltaf heiður að fá að klæðast bláu treyjunni og fá að spila undir merkjum og fyrir hönd Íslands.“

Mótið hjá U21 liðinu tvískipt, en riðlakeppnin fer fram núna í mars og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit í sumar. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi og leikur alla leiki sína í Györ í Ungverjalandi. Leikirnir þrír verða í beinni útsendingu á RÚV.

Davíð Snorri Jónasson nýr þjálfari U21 árs liðsins ræddi við Mikael á dögunum. „Samtalið var mjög gott, það var ekki á minni vakt. Mikki er klár í slaginn og mjög spenntur, það var mjög gott samtal,“ sagði Davíð fyrir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“