fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Tjáir sig um brottrekstur Tryggva í gær – „Þetta var tilraun sem mistókst“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 10:30

Mynd - Kormákur/Hvöt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggva Guðmundssyni var í gær sagt upp störfum sem þjálfari Kormáks/Hvatar. Tryggvi var ráðinn þjálfari liðsins 24 febrúar.

Fótbolti.net fullyrti í gær að Tryggvi hafi mætt undir áhrifum áfengis í leik liðsins í gær og verið vikið úr starfi.

„Stjórn meistaraflokksráðs hefur sagt upp samningi við Tryggvi sem þjálfara liðsins. Við þurfum ekki að fara í langt mál með ástæðurnar,“ skrifar Björgvin Brynjólfsson formaður meistaraflokksráðs félagsins í bréfi sem hann sendi leikmönnum í gær.

Tryggvi var kynntur þjálfari liðsins fyrir 24 dögum en Björgin segir þetta hafa ekki gengið upp í bréfi sínu til leikmanna. „Þetta var tilraun sem mistókst,“ skrifar Björgvin.

Tryggva þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hann átti afar farsælan feril hér á landi með ÍBV, KR og FH. Hann náði góðum árangri erlendis og spilaði fjölda landsleikja. Hann er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.

Tryggvi hefur ágætis reynslu af þjálfun en hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV og stýrði svo Vængjum Júpíters í 3 deild karla.

Fullyrt að Tryggvi Guðmundsson hafi verið rekinn fyrir að mæta ölvaður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“