fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Segir Harry Kane vilja fara frá Tottenham – „Hann vill fara og vinna marga titla“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 14:32

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, telur að Harry Kane, framherji Tottenaham, vilji yfirgefa félagið en að það muni ekki gerast á allra næstunni.

Harry Kane er 28 ára gamall og hefur margoft lýst því yfir að hann vilji vinna til fjölda titla hjá sínu félagsliði. Möguleikarnir á því hjá Tottenham fara hverfandi þó svo að liðið sé komið í úrslit enska deildarbikarsins.

Tottenham féll úr leik í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir óvænt tap gegn króatíska liðinu Dinamo Zagreb og þá er liðið ekki að keppa um titil í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég tala við marga aðila innan knattspyrnugeirans og þeir sammælast um að Kane vilji fara frá Tottenham en hann getur ekki sagt það opinberlega. Hann er fyrirliði liðsins og leggur sig allan fram á meðan að hann er leikmaður félagsins en hann vill fara og vinna marga titla, stærstu titla sem í boði eru,“ sagði David Ornstein í viðtali hjá SkySports.

Ornstein telur hins vegar mjög ólíklegt að Kane muni yfirgefa herbúðir Tottenham í sumar þegar að félagsskiptaglugginn opnar. Kane er lykilmaður liðsins.

„Ég held að hann sé opinn fyrir félagsskiptum en hins vegar er mjög ólíklegt að slíkt gerist. Daniel Levy, formaður Tottenham, myndi vilja fá stjarnfræðilega upphæð fyrir leikmanninn. Það hefur verið talað um að lið verði að bjóða yfir 120 milljónir punda, fyrir það eitt að Levy taki tilboðið til greina,“ sagði Ornstein.

Kane er með samning við Tottenham til ársins 2024 og þar með eru forráðamenn Tottenham ekki í neinni hættu um að missa leikmanninn frá sér og þurfa ekki að taka tilboði í hann.

Kane á að baki 326 leiki fyrir Tottenham, hann hefur skorað 214 mörk fyrir félagið í þeim leikjum og gefið 46 stoðsendingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér