fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Sagan sem virtist endalaus er loks að taka enda – Wijnaldum á leið til Barcelona

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 13:36

Gini Wijnaldum á góðri stundu hjá Liverpool. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, er á leið frá félaginu til spænska liðsins Barcelona í sumar.

Samningur Wijnaldum við Liverpool, rennur út í júní og hefur leikmaðurinn ekki komist að samkomulagi við forráðamenn Liverpool um nýjan samning.

The Sunday Times, gewinie frá því að leikmaðurinn hafi nú þegar samþykkt samningstilboð frá Barcelona. Hann fer því á frjálsri sölu til félagsins.

Wijnaldum á að baki 226 leiki fyrir Liverpool og hefur verið í miklum metum hjá knattspyrnustjóra félagsins, Jurgen Klopp. Wijnaldum hefur í þessum leikjum skorað 22 mörk og gefið 16 stoðsendingar.

Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu með félaginu og ensku úrvalsdeildina.

Hjá Barcelona, hittir Wijnaldum fyrir sinn fyrrum þjálfara hjá hollenska landsliðinu en Ronald Koeman er knattspyrnustjóri Barcelona.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október

Blikar hefja leik í nýrri keppni í október
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City

Donnarumma búinn að skrifa undir hjá City
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony yfirgefur United í dag

Antony yfirgefur United í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“