fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Mahrez lenti í klóm lyftaramanns – Mjólkaði bankareikninginn vikum saman

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lenti í klóm 32 ára lyftaramanns. Lyftaramaðurinn, sem heitir Mohamed Sharif, var félagi í gengi sem komst yfir greiðslukort Mahrez og náði að eyða 175.000 pundum, sem svarar til um 31 milljónar íslenskra króna, áður en Mahrez uppgötvaði að peningar streymdu út af reikningi hans.

Sharif og félagar skelltu sér til Ibiza á kostnað Mahrez, keyptu sér rándýrt kampavín og versluðu í dýrum sérvöruverslunum. Hann var nýlega dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir þetta mánaðarlanga eyðslufyllerí á kostnað Mahrez. Sharif var á reynslulausn og voru eftirstöðvar hennar teknar með í dóminn.

Sharif notaði kort Mahrez í ágúst og september 2017. Fyrir dómi sagðist hann aðeins hafa notað um 5.000 pund af þeim 175.000 sem hann var ákærður fyrir að hafa notað. Restina sagði hann að félagar hans hefðu notað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman