Eftir að hafa verið með húsið sitt á sölu í nokkra mánuði hefur Darren Fletcher fyrrum leikmanni Manchster United loks tekist að selja húsið sitt.
Fletcher og eiginkona hans fengu sléttar 535 milljónir í sinn vasa fyrir húsið. Fjöldi svefnherbergja, sundlaug, heitan pott og fleira gott má finna í húsinu.
Fletcher er hættur í fótbolta en hefur verið að skoða skref sín í þjálfun og er nú tæknilegur ráðgjafi hjá Manchester United.
Skoski miðjumaðurinn og eiginkona hans hafa búið í húsinu um langt skeið en búið er að taka það hressilega í gegn.
Húsið má sjá hér að neðan.