fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Þetta er besti leikmaðurinn sem Jurgen Klopp hefur þjálfað

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 11:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah eða Virgil Van Dijk komast ekki á blað þegar Jurgen Klopp stjóri Liverpool er beðinn um að nefna besta leikmann sem hann hefur þjálfað.

Klopp hefur starfað hjá Liverpool í rúm fimm ár en áður átti hann nokkur góð ár hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Þegar Klopp var spurður um besta leikmann sem hann hefur þjálfað, var hann fljótur til svars. „Robert Lewandowski,“ sagði Klopp.

„Það væri bara ósanngjarnt að nefna annan leikmann en Lewa. Það sem hann hefur gert úr hæfileikum sínum, hvernig hann hefur unnið á hverjum einasta degi til að verða þessi leikmaður. Það er ekkert annað en magnað.“

Lewandowski raðaði inn mörkum hjá Dortmund en fór svo yfir til FC Bayern þar sem hann hefur verið magnaður.

„Lewy tók öll skrefin sem þurfti til að verða þessi markavél, hann sleppti ekki einu skrefi. Hann hefur þróast með leiknum, hann þekkir allar stöður og hvert hann þarf að fara. Lewy er maskína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli