fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Góðar fréttir fyrir Íslenska landsliðið – Landsliðsmenn í ensku úrvalsdeildinni geta spilað gegn Þýskalandi

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 19:20

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska knattspyrnusambandið, sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá þeirri ákvörðun að leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni, megi ferðast til Þýskalands og spila í komandi landsleikjahléi.

Það þýðir að Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson, geta allir ferðast til Þýskalands og verið í leikmannahópi íslenska landsliðsins í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM sem fer fram eftir viku.

Óvissa hafði ríkt um það til þessa hvort að leikmennirnir gætu spilað þennan fyrsta og mikilvæga leik íslenska landsliðsins í undankeppninni.

Ekki er víst hvort ferðaheimildin gildi einnig um neðri deildir Englands en aðeins var minnst á ensku úrvalsdeildina í tilkynningu þýska knattspyrnusambandsins. Þá er ekki ljóst hvort Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Millwall í ensku b-deildinni, sé með heimild til þess að ferðast til Þýskalands.

Leikmenn þurfa að skila neikvæðu PCR prófi sem má ekki vera eldra en 24 klukkustunda gamalt og vera í svokallaðri „vinnusóttkví“ til þess að mega ferðast til Þýskalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað