fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Davíð ræddi við Mikael Neville sem neitaði að mæta í síðasta verkefni – „Samtalið var mjög gott“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 13:46

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þurftum að tilkynna hópinn til UEFA á sunnudag, við vildum ekki staðfesta hópinn vegna A-karla. Við erum í óvissu með leikinn í Þýskalandi, það er ástæðan,“ sagði Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs karla eftir að hafa tilkynnt hóp sinn fyrir lokamót A-karla.

Hópurinn var birtur á vef UEFA á þriðjudag en A-landslið karla staðfesti hóp sinn í gær.

Mótið er tvískipt, en riðlakeppnin fer fram núna í mars og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit í sumar. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi og leikur alla leiki sína í Györ í Ungverjalandi. Leikirnir þrír verða í beinni útsendingu á RÚV.

Meira:
KSÍ staðfestir hópinn sem lak út í fyrradag

Strákarnir hefja leik gegn Rússlandi 25. mars, mæta Dönum 28. mars og enda svo riðlakeppnina á leik gegn Frökkum 31. mars.

Davíð tók við liðinu í upphafi árs en þetta er hans fyrsta verkefni með liðið, tíminn er lítill til að undirbúa liðið. „Allir leikmenn koma á mánudag, við æfum þá og svo þriðjudag og miðvikudag. Leikur á fimmtudag, við þurfum að nýta tímann vel.

Mikael Neville Anderson neitaði að mæta í síðasta verkefni U21 árs landsliðið en þá voru Arnar Þór og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfarar. „Samtalið var mjög gott, það var ekki á minni vakt. Mikki er klár í slaginn og mjög spenntur, það var mjög gott samtal.“

Davíð greindi frá því að Jón Dagur Þorsteinsson yrði fyrirliði liðsins en þjálfarinn ætlar að byggja á sama grunni „Ég held að það sé mjög mikilvægt að byggja á sama grunni, ég get ekki farið inn og ætlað að vera annar en ég er. Ég mun halda í, eftir að hafa talað við hópinn. Við erum að vinna saman daglega, það er samvinna á milli landsliðs. VIð byggjum á sterkum grunni, þetta er mót búið í júní. Það var kynslóðaskipti í þessu liði því leikmenn ganga upp úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli