fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Chelsea og Bayern Munchen áfram í 8-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 21:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea og Bayern Munchen komust áfram í 8-liða úrslit um með sigrum í kvöld. Um var að ræða seinni viðureignir liðanna í einvígi.

Chelsea tók á móti Atletico Madrid á Stamford Bridge í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 útisigri Chelsea. Svipað var uppi á teningnum í kvöld.

Hakim Ziyech kom Chelsea yfir með marki á 34. mínútueftir stoðsendingu frá Timo Werner.

Það var síðan Emerson sem innsiglaði 2-0 sigur Chelsea, sem vinnur einvígið samanlagt 3-0, með marki í uppbótartíma. Chelsea er því komið áfram í 8-liða úrslit.

Á Allianz Arena í Bæjaralandi, tóku heimamenn í Bayern Munchen á móti ítalska liðinu Lazio. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-1 útisigri fyrir Bayern Munchen og því var það formsatriði fyrir þá að klára leik kvöldsins.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 73. mínútu þegar að Choupo-Moting tvöfaldaði forystu Bayern með marki eftir stoðsendingu frá David Alaba.

Marco Parolo, minnkaði muninn fyrir Lazio með marki á 82. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Bayern Munchen er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með samanlögðum 6-2 sigri úr einvíginu.

Dregið verður í 8-liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn.

Þau lið sem verða í pottinum eru:
Dortmund
Liverpool
Manchester City
Paris
Porto
Real Madrid
Chelsea
Bayern Munchen

Chelsea 2 – 0 Atletico Madrid (Samanlagt 3-0 sigur Chelsea) 
1-0 Hakim Ziyech (’34)
2-0 Emerson (’90+4

Bayern Munchen 2 – 1 Lazio (Samanlagt 6-2 sigur Bayern) 
1-0 Robert Lewandowski (’33, víti)
1-1 Choupo-Moting (’73)
2-1 Marco Parolo (’82)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Í gær

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa