fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Klopp sagði frá því hver væri sá besti sem hann hefði þjálfað – Ekki leikmaður Liverpool

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stóð ekki á svörum hjá Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann var spurður að því hvaða leikmaður væri sá besti sem hann hefði þjálfað á sínum knattspyrnustjóraferli.

Framherjinn Robert Lewandowski er að mati Klopp sá besti sem hann hefur þjálfað. Þessu greindi Klopp frá í viðtali við blaðamann Bild. 

Klopp var knattspyrnustjóri Dortmund á árunum 2008-2015. Árið 2010 gekk Robert Lewandowski til liðs við Dortmund, hann átti eftir að spla 187 leiki fyrir félagið og skora fyrir það 103 mörk.

„Robert Lewandowski er besti leikmaður sem ég hef þjálfað. Það yrði ekki sanngjarnt að nefna neinn annan leikmann en Lewy. Það sem hann hefur gert við sinn feril, hvernig hann lagði alla þessa vinnu á sig til þess að verða sá leikmaður sem hann er í dag, er sérstakt,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Lewandowski er nú leikmaður Bayern Munchen en það er ljóst að Jurgen Klopp er mjög hrifinn af leikmanninum.

„Lewandowski hefur tekið hvert einasta skref sem hann hefur þurft að taka til þess að verða sú markavél sem hann er í dag. Hann veit alveg nákvæmlega hvað hann þarf að gera í hverri einustu stöðu, hann er algjör vél,“ sagði Jurgen Klopp um Robert Lewandowski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“