fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Stjörnustríðið í Bretlandi heldur áfram – Lögfræðikostnaðurinn sagður ótrúverðugur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnustríðið í Bretlandi milli Coleen Rooney og Rebekah Vardy ætlar engan endi að taka. Málið kom fyrir dómara í vikunni þar sem lögfræðingar lögðu fram gögn, meintur kostnaður Vardy við lögfræðiþjónustu er sagður ótrúverðulegur.

Vardy lagði fram kæru eftir að Rooney sakaði hana um að leka gögnum í ensk götublöð. Vardy kveðst saklaus af málinu en Rooney er til í að láta málið niður falla og greiða sína sekt, ef Vardy er klár í að viðurkenna þátt sinn í lekanum.

Vardy kveðst vera búinn að eyða 150 milljónum íslenskra króna í lögfræðikostnað en kostnaður Coleen er helmingi minni. Þetta kom fram í gögnum sem lögð voru fyrir dómara í dag.

Dómari hvetur aðila til að leita sáttar, ef það tekst ekki verður málið tekið fyrir eftir rúmt ár. Coleen rétti fram sáttarhönd á dögunum en Vardy hafnaði því.

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið. ,,Í nokkur ár hefur einhver sem ég treysti til að fylgja mér á persónulegum Instagram reikningi, lekið upplýsingum í The Sun,“ skrifaði Coleen þegar hún sakaði Vardy um að leka í blöðin.

„Það væri best fyrir alla að finna sátt, sérstaklega fjárhagslega,“ sagði Master Easteman dómari í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni