fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Segir að koma hefði mátt í veg fyrir harðan árekstur í gær – Óttast það versta í næsta svona atviki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 09:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var slys sem var að far að gerast, slys sem var hægt að koma í veg fyrir. Slys sem allir í fótboltanum sáu komu en gátu ekki komið í veg fyrir,“ skrifar Martin Samuel blaðamaður hjá Daily Mail um höfuðhöggið sem Rui Patricio markvörður Wolves fékk í gær.

Óhugnalegt atvik átti sér stað undir lok leiks hjá Wolves og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rui Patricio fékk þungt höfuðhögg eftir samstuð við liðsfélaga sinn Conor Coady og þurfti á langri aðhlynningu að halda.

Mikil umræða hefur sprottið upp í kjölfarið á samfélagsmiðlum en í aðdraganda samstuðsins var leikmaður Liverpool rangstæður. Sú umdeilda lína hefur verið dregin hjá knattspyrnudómurum í ensku úrvalsdeildinni að lyfta ekki flagginu upp í rangstöðu, fyrr en niðurstaða hefur náðst í sóknina.

Ef aðstoðardómarinn hefði lyft flagginu upp strax þá hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir samstuðið. „Það sáu allir þetta slys koma, hefði flaggið farið upp eins og það hefði átt að gera. Þá hafði árekstur Patricio og Coady ekki átt sér stað. Hann verður í lagi en kannski verður heppnin ekki með í liði næst,“ skrifar Samuel.

Patricio var með meðvitund eftir atvikið og eru fyrstu fregnir af honum góðar. „Þetta gerist þegar þjálfarar og leikmenn eru ekki með í ráðum þegar reglum er breytt. Þessar nýju reglur virka vel með VAR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Manchester til Tyrklands

Frá Manchester til Tyrklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“