fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Segir að þetta sé ástæðan fyrir velgengninni

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 13. mars 2021 13:00

Romelu Lukaku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan á Ítalíu, hefur undanfarið spilað virkilega vel en tímabilið í ár er eitt það besta á ferlinum hans. Hann telur sig vita ástæðuna á bakvið velgengnina.

Lukaku ræddi við næringarfræðinginn Matteo Pincella á dögunum en þar sagði knattspyrnustjarnan að lykillinn að velgengninni sé maturinn sem hann borðar við Miðjarðarhafið. Hann viðurkenndi að hafa verið í lélegu formi þegar hann spilaði með Manchester United en það vandamál er úr sögunni.

Hann segist aðallega borða salat, fisk, kjúkling og pasta á Ítalíu. „Ég breyti mataræðinu ekki mikið því ég þarf að vera sterkur fyrir leikinn sem við spilum, við hlaupum mikið og síðan ég byrjaði á þessu mataræði líður mér betur á vellinum. Ég er fljótari að hlaða batteríin og ég er hraðari,“ sagði Lukaku í viðtalinu.

Svo virðist vera sem þetta mataræði sé að hjálpa honum en Lukaku hefur skorað 18 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það hefur hjálpað Inter Milan mikið því liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar og á góðan möguleika á að vinna deildina í fyrsta skipti síðan árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“