fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Segir að þetta sé ástæðan fyrir velgengninni

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 13. mars 2021 13:00

Romelu Lukaku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan á Ítalíu, hefur undanfarið spilað virkilega vel en tímabilið í ár er eitt það besta á ferlinum hans. Hann telur sig vita ástæðuna á bakvið velgengnina.

Lukaku ræddi við næringarfræðinginn Matteo Pincella á dögunum en þar sagði knattspyrnustjarnan að lykillinn að velgengninni sé maturinn sem hann borðar við Miðjarðarhafið. Hann viðurkenndi að hafa verið í lélegu formi þegar hann spilaði með Manchester United en það vandamál er úr sögunni.

Hann segist aðallega borða salat, fisk, kjúkling og pasta á Ítalíu. „Ég breyti mataræðinu ekki mikið því ég þarf að vera sterkur fyrir leikinn sem við spilum, við hlaupum mikið og síðan ég byrjaði á þessu mataræði líður mér betur á vellinum. Ég er fljótari að hlaða batteríin og ég er hraðari,“ sagði Lukaku í viðtalinu.

Svo virðist vera sem þetta mataræði sé að hjálpa honum en Lukaku hefur skorað 18 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það hefur hjálpað Inter Milan mikið því liðið er sem stendur í efsta sæti deildarinnar og á góðan möguleika á að vinna deildina í fyrsta skipti síðan árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“