fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ræddu mögulegar ástæður fyrir slæmu gengi Liverpool – Meiðsli, þreyta, áhorfendaleysi?

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 12. mars 2021 20:00

Benedikt Bóas Hinriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu var gestur í öðrum þætti 433.is sem sýndur var á Hringbraut á þriðjudaginn. Benedikt ræddi þar við Hörð Snævar Jónsson um lélegt gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir frábært gengi á síðasta tímabili þar sem Liverpool var Englandsmeistari, situr Liverpool nú í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig eftir 28 leiki.

Benedikt segir að það sé erfitt að benda á eitthvað eitt sem hefur verið að hjá Liverpool á leiktíðinni.

„Hvað er hægt að segja? Þegar að þú hringdir í mig og bauðst mér í þáttinn til þess að ræða Liverpool þá held ég að ég sé búinn að finna svona 350 greinar þar sem er reynt að greina gengi liðsins.“

Liverpool hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði á tímabilinu, þá allra helst í öftustu línu þar sem miklu hefur munað um fjarveru Virgil Van Dijk og Joe Gomez en þeir hafa verið lengi frá.

„Það er hægt að segja meiðsli, þreyta, áhorfendaleysi þannig að hvatningin hvarf. Áhorfendur geta alltaf einhvern veginn barið þig áfram og áhorfendur á Anfield eru þannig að þú ferð út á völl sem leikmaður og berst fyrir fólkið í stúkunni. Núna eru náttúrulega engir áhorfendur, það er ekkert sem keyrir menn áfram.“

Þá er það tilfinning Benedikts að það fylgi Klopp ekki lengur sami kraftur og á sama tímabili.

„Mér fannst eins og Klopp væri svolítið, ég vill ekki segja líflaus en það er ekki sama stemmning yfir honum, ekki sami kraftur. Það er hins vegar galið að vera tala eitthvað um að skipta um þjálfara.“

Liverpool mætir Wolves á útivelli á mánudaginn næstkomandi og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda.

Viðtalið við Benedikt Bóas og þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“