fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar Hafliða til Viaplay – Hættir á Stöð2 Sport

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. mars 2021 11:59

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra og mun leiða Viaplay sport á Íslandi og mun bera ábyrgð á að Viaplay sé áfram í fararbroddi á hágæða íþróttaumfjöllun á Íslandi.

Til að tryggja að íslenskir áhorfendur fái hágæða afþreyingarefni frá þessum sýningaréttum samhliða UFC, þýsku deildinni, Formúlu 1 og mörgu öðru hefur Hjörvar Hafliðason verið ráðinn sem yfirmaður íþróttamála. Hjörvar hefur áralanga reynslu af því að stýra þáttagerð og miðlum sem sérhæfa sig í íþróttum og var um tíma yfirmaður íþróttamála hjá 365 miðlum, ásamt því að hafa verið í fararbroddi í þróun nýrra leiða til að miðla íþróttaefni, hlaðvarp hans Dr. Football er mest sótta hlaðvarp um íþróttir á Íslandi.

„Þegar miðill sækir stóra sýningarétti fylgir því mikil ábyrgð. Okkar metnaður liggur í því að færa áhorfendum framúrskarandi, skemmtilega og frumlega umfjöllun um íþróttir á Íslandi, líkt og við höfum gert árum saman á hinum Norðurlöndunum. Hér passar Hjörvar frábærlega inn í framtíðarsýn Viaplay og ég hlakka til þess að hafa hann í forystu þegar kemur að því að þróa umfjöllunina á næstu árum.“ sagði Kim Mikkelsen, framkvæmdastjóri íþróttamála hjá Viaplay.

Hjörvar hefur fram að þessu starfað sem sérfræðingur Stöðvar 2 sport um meistaradeildina og innlendan fótbolta en hlakkar nú til þess að takast á við nýjar áskoranir með Viaplay.

„Alveg síðan Viaplay opnaði á Ísland hef ég verið aðdáandi þjónustunnar. Og með þeim sýningarréttum frá stærstu fótbolta viðburðunum sem hafa bæst við nýlega ætti öllum að vera ljóst að Viaplay verður leiðandi þjónusta í íþróttaumfjöllun í framtíðinni. Þess Vegna þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um þegar tækifærið gafst. Ég er hrifinn af háleitum markmiðum og ég er viss um að ég geti spilað lykilhlutverk í að ná þeim. Ég get ekki beðið eftir að byrja“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“