fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Fór af velli án þess að gefa upp ástæðu – „Þurfti að ná flugvél“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 12. mars 2021 21:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Zamora, fyrrverandi framherji Tottenham, sagði kostulega sögu af liðsfélaga sínum hjá félaginu, í hlaðvarpsþættinum Off the hook.

Tímabilið 2003-2004 voru Zamora og Stephane Dalmat, liðsfélagar hjá Tottenham. Dalmat var þá á láni hjá félaginu frá Inter Milan og spilaði 22 leiki á tíma sínum hjá Tottenham.

Dag einn spiluðu þeir félagar heimaleik með liðinu þegar undarlegt atvik átti sér stað.

„Við spiluðum á heimavelli Tottenham, á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks labbaði Dalmat bara af vellinum,“ sagði Zamora í hlaðvarpsþættinum.

Boltinn hafði ekki farið úr leik eða neitt því um líkt. Dalmat tók bara stefnuna af vellinum og í átt að búningsklefanum.

„Ég var á varamannabekknum og hugsaði bara með mér að hann hlyti að hafa tognað. Dalmat labbar inn leikmannagöngin og segir ekki orð við neinn. Leikurinn hélt áfram og kláraðist, við förum inn í búningsklefann og þá er hann rokinn í burtu,“ sagði Zamora.

Dalmat hafði flýtt sér af velli til þess að slappa við umferðaröngþveiti sem gæti hindrað för hans til Frakklands.

„Ég komst að því að hann þurfti að ná flugvél og að hann hefði lent í mikilli umferð ef hann hefði lagt af stað á flugvöllinn eftir leik. Þess vegna gekk hann af velli.“

„Hann var bara einn af þessum leikmönnum sem var alveg sama,“ sagði Bobby Zamora, fyrrum liðsfélagi Stephane Dalmat hjá Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum