fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Rikki G útskýrir atvikið sem vakti furðu á Stöð2 í gær: „Ég lenti bara í hostile crowd“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 10:00

Rikki G. Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta getur bara gerst,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport um atvikið frá því í gær þegar hann ræddi málið á Bylgjunni í morgun. Áhorfendur á Stöð2 Sport botnuðu ekki neitt í neinu þegar þeir horfðu á leik PSG og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Barcelona vítaspyrnu, Lionel Messi var að taka hlaup sitt að vítapunktinum þegar skipt var í auglýsingar. Um mannleg mistök var að ræða en netverjar áttu erfitt með að átta sig á stöðu mála til að byrja með.

„Það var mikil spenna í aðdraganda spyrnunnar, ég er í gír og staðinn upp. Ég er að lýsa á fullu, pródúsentinn segir þá við mig að við séum í auglýsingum. Þetta voru bara mannleg mistök á aðalstjórn, algjör mistök. Það var tekið yfir á vitlausri rás. Stöð2 með með margar rásir,“ sagði Rikki G um málið.

Aðalstjórn hjá Stöð2 sér um allar útsendingar og maðurinn sem átti að taka yfir og setja auglýsingar af stað gerði það á vitlausri rás. „Þarna áttu sér stað mannleg mistök, þetta gerist á þessu augnabliki. Ótrúleg örlög,“ sagi Rikki um málið.

Netverjar voru fljótir til og létu vita af óánægju sinni og Ríkharð fékk fjölda skilaboð. „Það opnast 20 gluggar í Messenger hjá mér. Ég var ekkert að kveikja, ég var bara með leikinn fyrir framan mig af gervihnetti. Þetta voru eins mikil mannleg mistök eins og þau geta orðið Þetta var sorglega fyndið, þetta gat ekki komið á verra augnabliki í leiknum.“

Þrátt fyrir að Rikki hafi ekkert haft með málið að gera fékk hann að heyra það. „Ég lenti bara í hostile crowd, það var eins og ég hefði verið að ýta á einhvern takka.“

Minnti marga á Bakarameistara málið:

Árið 2013 átti sér stað svipað augnablik fyrir knattspyrnuáhugafólk, Ísland hafði þá gert jafntefli við Noreg á útivelli og beið úrslita í öðrum leik til að vita hvort liðið væri komið í umspil um laust sæti á HM 2014. Klippt var á út­send­ing­una rétt áður en ljóst var að Ísland hefði tryggt sér sæti í um­spili um laust sæti á HM, auglýsing frá Bakarameistaranum vakti marga áhugamenn um fótbolta til reiði en mistökin lágu hjá RÚV sem baðst afsökunar.

„Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ sagði Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann um málið við Vísir.is árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París