Jamie Carragher sérfræðingur um enska fótboltann var í sínu besta skapi í gærkvöldi. Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærand 2-0 sigur á Red Bull Leipzig í gær. Liverpool hafði unnið fyrri leikinn með sama mun og fer því áfram samanlagt 4-0.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Liverpool fékk góð færi til þess að skora en tókst ekki að nýta færin. Í síðari hálfleik voru það Mo Salah og Sadio Mane sem skoruðu mörkin. Salah tók færi sitt einkar vel á 71 mínútu leiksins og Mane var á ferðinni fjórum mínútum síðar. Liverpool sýndi góða takta í leiknum, eitthvað sem hefur vantað síðustu vikur í deildinni heima fyrir.
„Istanbúl, nú farið þið að trúa okkur,“ söng Carragher og hafði gaman af. Erfitt gengi Liverpool síðustu vikur hefur tekið á harða stuðningsmenn félagsins og Carragher er einn þeirra.
Úrslitaleikurinn í ár fer fram í Istanbúl en Liverpool vann þar magnaðan sigur í Meistaradeildinni árið 2005.
Söng Carragher má sjá hér að neðan.
Yessss @Carra23 😂 pic.twitter.com/4U1k1eJmSm
— The Redmen TV (@TheRedmenTV) March 10, 2021