fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Bjarni segir frá ótrúlegri aðferð sem hann sá mann nota til að grennast

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 09:00

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn litríki Bjarni Jóhannsson er gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem Jóhann Skúli stýrir af stakri snilld í hverri viku. Bjarni hefur átt farsælan feril sem þjálfari um langt skeið.

Bjarni er í dag þjálfari Njarðvíkur en hann hefur farið víða og meðal annars þjálfað ÍBV, Fylki, Stjörnuna, Breiðablik og Grindavík.

Frá árunum 2002 til 2003 var Bjarni þjálfari Grindavíkur og þar var Scott Ramsay í herbúðum félagsins. Þessi skoski knattspyrnumaður átti það til að vera aðeins of þungur að mati BJarni.

„Það sem háði honum alltaf er að hann var alltof þungur og leyfði sér ýmislegt sem varð þess valdandi að holningin á honum… Þetta varð ekki nógu gott. Hann var að burðast með of mörg kíló,“ sagði Bjarni í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið.

Bjarni sagði frá því að Ramsay hefði oftar en ekki æft í svörtum ruslapoka til að losa sig hratt við kílóin.

„Það voru alltaf ákveðin tímabil í Grindavík þar sem hann æfði í svörtum ruslapoka til að svitna meira og ná af sér kílóum. hHfileikar hans sem knattspyrnumanns og augnayndið tæknilega séð var frábært,“ sagði Bjarni.

Ramsay átti góðan feril sem knattspyrnumaður á Íslandi „Það var alltaf líf í kringum kallinn en hann var kannski svolítið æstur,“ sagði Bjarni um þennan skoska knattspyrnumann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum

Liverpool reynir að framlengja en Real Madrid bíður á kantinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö tilboð bárust í Tottenham um helgina – Ítreka að félagið sé ekki til sölu

Tvö tilboð bárust í Tottenham um helgina – Ítreka að félagið sé ekki til sölu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar hneykslaður á umræðu sem kviknaði – „Átti sér enga stoð í raunveruleikanum“

Arnar hneykslaður á umræðu sem kviknaði – „Átti sér enga stoð í raunveruleikanum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum