fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn Tottenham komnir með ógeð af æfingum Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Tottenham hafa margir hvergir fengið ógeð af þeim aðferðum sem Jose Mourinho notar á æfingasvæði félagsins. Alltof mikil áhersla á varnarleik fer í taugarnar á leikmönnum félagsins.

Tottenham ætlar sér að ráða Julian Nagelsmann til starfa ef Jose Mourinho tekst ekki að snúa við hræðilegu gengi liðsins. Telegraph fjallar um málið.

Tottenham skoðar það alvarlega að reka Mourinho úr starfi og er hann líklegastur til að missa starf sitt á Englandi. Tottenham hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.

Samkvæmt The Athletic er Mourinho byrjaður að tapa klefanum, þar segir að hluti hópsins hafi ekki lengur trú á aðferðum hans.

„Það hefur allt breyst, æfingarnar eru bara hugsaðar út frá varnarleik. Það er ekkert plan um að koma boltanum fram völlinn. Planið er verjast og sparka boltanum fram völlinn til Kane og Son. Það er planið,“ segir heimildarmaður Athletic.

Fram kemur að leikmenn Tottenham hafi fengið ógeð þegar þeir þurftu að æfa það í nokkra klukkutíma að verjast innköstum, fyrir leik gegn Liverpool á dögunum.

Leikmenn Tottenham höfðu á sínum tíma fengið nóg af miklu álagi undir stjórn Mauricio Pochettino en margir eru farnir að sakna hans í dag, þar var fyrst og síðast hugsað út í sóknarleikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Í gær

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Í gær

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni