fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Geir gafst upp um leið og Orri fékk leyfi til að bjóða sig fram

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Hlöðversson er nýr formaður ÍTF, hagsmunasamtaka liða í tveimur efstu deildum fótboltans á Íslandi. Var hann kjörinn formaður á stjórnarfundi í gær. Knattspyrnusérfræðingurinn, Kristján Óli Sigurðsson segir frá.

Allt stefndi í spennandi kosningabaráttu en Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ bauð sig einnig fram.

Óvissa var um hvort Orri sem er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks fengi að fara fram. Ástæðan var sú að aðeins einn frá hverju félagi má sitja í stjórn ÍTF. Breiðablik átti fyrir fulltrúa þar sem átti ár eftir í stjórninni.

Hann steig til hliðar sem gaf Orra tækifæri til að fara fram, það fór ekki vel í Geir sem virðist hafa farið fram á síðustu stundu í þeirri von um að Orra yrði meinað að fara fram.

Geir hætti því snögglega við framboð sitt þegar ljóst var að stjórn ÍTF hefði samþykkt að Orri gæti boðið sig fram til formanns. Orri var því sjálfkjörinn og tekur hann við að Haraldi Haraldssyni.

Formaður ÍTF fær sæti í stjórn KSÍ og mun því Orri taka sæti þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Í gær

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki