Orri Hlöðversson er nýr formaður ÍTF, hagsmunasamtaka liða í tveimur efstu deildum fótboltans á Íslandi. Var hann kjörinn formaður á stjórnarfundi í gær. Knattspyrnusérfræðingurinn, Kristján Óli Sigurðsson segir frá.
Allt stefndi í spennandi kosningabaráttu en Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ bauð sig einnig fram.
Óvissa var um hvort Orri sem er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks fengi að fara fram. Ástæðan var sú að aðeins einn frá hverju félagi má sitja í stjórn ÍTF. Breiðablik átti fyrir fulltrúa þar sem átti ár eftir í stjórninni.
Hann steig til hliðar sem gaf Orra tækifæri til að fara fram, það fór ekki vel í Geir sem virðist hafa farið fram á síðustu stundu í þeirri von um að Orra yrði meinað að fara fram.
Geir hætti því snögglega við framboð sitt þegar ljóst var að stjórn ÍTF hefði samþykkt að Orri gæti boðið sig fram til formanns. Orri var því sjálfkjörinn og tekur hann við að Haraldi Haraldssyni.
Formaður ÍTF fær sæti í stjórn KSÍ og mun því Orri taka sæti þar.
Football Geir dró bara framboðið sitt til ÍTF til baka.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) February 18, 2021