fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Íslenskur knattspyrnumaður grunaður um stórfelldan þjófnað

Hörður Snævar Jónsson, Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 13:40

Úrin tengjast fréttinni ekki beint. Getty images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur knattspyrnumaður er grunaður um stórfelldan þjófnað og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Manninum er gefið að sök að hafa rænt heildverslun með úr á höfuðborgarsvæðinu og tekið verðmæti fyrir fleiri milljónir. DV hafði samband við lögreglu sem gat staðfest að málið væri til rannsóknar.

Knattspyrnumaðurinn sem er á þrítugsaldri lék á annan tug leikja í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Leikmaðurinn hefur leikið fyrir nokkur félög hér á landi og oftar en ekki staðið sig vel.

Lögreglu tókst að hafa upp á umræddum leikmanni eftir að myndir náðust af bifreið sem hann notaði í ráninu. Umræddur bíll var skráður á félagið sem hann leikur með og þannig kom málið á borð þeirra.

„Höldur á bílinn, félagið leigði bílinn, maðurinn var með bílinn í sinni umsjón,“ sagði framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við DV í dag.

Leikmaðurinn er þessa dagana að leita sér hjálpar við vandamálum sem hafa elt hann síðustu mánuði. „Við erum búnir að taka þessa bifreið af honum,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Ekki er búið að taka ákvörðun hvort félagið rifti samningi leikmannsins en félagið ætlar að styðja hann í bataferli sínu. „Meginatriðið er að menn langar til að aðstoða fólk. Þetta snýst ekki bara um „hardcore“ íþróttir heldur eru þetta líka vinir og félagar.“

Framkvæmdastjórinn segir málið á borði lögreglunnar og að hann viti ekki hvernig málin standi. „Lögreglan er að leysa úr því. Ég þekki ekki málavexti.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag