fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Ronaldo hvetur liðsfélaga sína til dáða – Vill koma í veg fyrir mistök síðasta tímabils

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 21:12

Cristiano Ronaldo (Juventus) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, hvatti liðsfélaga sína til dáða og undirstrikaði mikilvægi þess að ná langt í Meistaradeild Evrópu á Instagram í dag. Hann vill koma í veg fyrir að félagið geri sömu mistök og í fyrra.

Juventus mætir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. Liðið datt úr leik í 16-liða úrslitum á síðasta tímabili eftir óvænt tap gegn franska liðinu Lyon.

„Þetta er það sem Meistaradeild Evrópu snýst um, útsláttarkeppnina. Nú hefst ný keppni, allir þurfa að vera upp á sitt besta vegna þess að hvert einasta smáatriði getur skorið úr um úrslitin,“ skrifaði Ronaldo á samfélagsmiðlinum Instagram.

Juventus hefur ekki gengið nægilega vel á undanförnum árum í Meistaradeild Evrópu og Ronaldo er meðvitaður um þá staðreynd.

„Undanfarin ár höfum við dottið úr leik fyrr en við hefðum vilja, við reynum að stefna hærra á hverju tímabili og það er engin undantekning á því núna. Á morgun eigum við mikilvægan leik gegn sterku liði og ég get aðeins vonað að þetta sé byrjunin á langri vegferð okkar að úrslitaleiknum,“ skrifaði Ronaldo.

Ronaldo er orðinn 36 ára gamall og vill ólmur bæta við öðrum Meistaradeildartitli í bikarasafn sitt en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari í fimm skipti í Meistaradeild Evrópu. Fjórum sinnum með Real Madrid og einu sinni með Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð