fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Neymar tók upp símann og reyndi að sannfæra Messi um ágæti Parísar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar leikmaður PSG hefur tekið upp símann og hringt í Lionel Messi til að sannfæra hann um að koma og ganga í raðir franska félagsins í sumar. L’Equipe segir frá

Neymar vill fá sinn gamla vin til Parísar en samningur Messi við Barcelona er á enda í sumar.

Messi var í stríði við Barcelona síðasta sumar þegar hann vildi fara, launahæsti leikmaður félagsins skoðar nú mál sín.

Barcelona glímir við fjárhagsvandræði og ólíklegt að félagið geti borgað sömu laun, vitað er að Manchester City hefur einnig áhuga.

Draumur eiganda PSG er að hafa Neymar, Messi og Kylian Mbappe í framlínu sinni á næstu leiktíð en félagið þarf að losa fjármuni til að geta borgað Messi.

Messi er einn besti knattspyrnumaður allra tíma en L’Equipe segir að samtalið hafi verið á þá leið að Neymar hafi verið að sannfæra Messi um að koma til Parísar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð