fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Kærusturnar nota rödd sína og vilja hjálpa fólki að koma út úr skápnum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 13:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pernille Harder og Magdalena Eriksson leikmenn í kvennaliði Chelsea vilja hjálpa þeim sem eiga í vandræðum með að koma út úr skápnum. Stelpurnar hafa rétt fram hjálparhönd til þeirra sem á þurfa að halda.

Harder og Eriksson hafa verið saman í tæp sjö ár og léku fyrst saman með Linköping í Svíþjóð áður en Harder gekk í raðir Wolfsburg. Kærustuparið sameinaðist svo hjá London á síðasta ári.

Harder er ein allra besta knattspyrnukona í heimi. „Ég er heppin að eiga fjölskyldu sem gladdist með mér þegar ég kom út fyrir sjö árum,“ segir Harder um málið.

„Ég veit að margir eiga í vandræðum með að segja vinum og fjölskyldu frá samkynhneigð sinni. Það hlýtur að vera versta tilfinning sem ég get ímyndað mér.“

„Að koma út úr skápnum á að vera eðlilegt og það eiga allir að taka því. Ég og Magda Eriksson höfum opnað innhólf okkar fyrir þá sem eiga í vandræðum með að koma út úr skápnum.“

Stelpurnar hafa fengið fjölda skilaboða sem þær hafa svarað og reynt að hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni