fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Íslandsvinurinn fékk launahækkun og lengri samning

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinurinn, Mason Greenwood hefur fengið nýjan og betri samning hjá Manchester United. Greenwood skrifaði í dag undir tæplega fimm ára samning við félagið.

Greenwood vakti athygli hér á landi í september á síðasta ári þegar hann var rekinn heim úr enska landsliðinu eftir sóttvarnarbrot á Hótel Sögu þar sem íslenskar konur komu við sögu.

Greenwood er 19 ára gamall og er yngsti markaskorari í sögu United í Evrópu. Hann hefur spilað 82 leiki fyrir félagið þrátt fyrir ungan aldur.

„Þegar þú gengur til liðs við félagið sjö ára gamall, þá er þetta draumurinn þinn að spila fyrir aðalliðið. Ég hef lagt svo mikið á mig til að komast á þetta stig,“ segir Greenwood.

„Með stuðningi stjórans og þjálfaraliðsins, auk þessara frábæru leikmanna sem ég læri af er ég viss um að ég geti bætt mig. Ég á eftir að verða betri, ég vil borga félaginu til baka fyrir allan stuðninginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð