fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Segir það heimsku að ræða hugsanlegan brottrekstur Klopp – „Ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 08:47

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Crouch fyrrum framherji Liverpool segir það tóma steypu að ræða það að Jurgen Klopp verði sagt upp störfum hjá Liverpool. Titilvörn Liverpool hefur ekki gengið vel og virðist liðið í frjálsu falli þessa dagana.

Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og virðist útilokað að liðið endurheimti titil sinn. Umræðan getur verið fljót að breytast í ensku úrvalsdeildinni og nú velta margir framtíð Klopp fyrir sér.

„Ég sé það ekki gerast að Klopp verði látin fara í sumar. Hann hefur verið og mun halda áfram að vera frábær fyrir Liverpool. Ef það eru stuðningsmenn Liverpool sem telja að hann sé búinn að vera, þá legg ég til að þeir aðilar horfi inn á við fyrst. Það sem hann hefur gert fyrir Liverpool er magnað,“ sagði Crouch.

Klopp missti móður sína á dögunum en vegna kórónuveirunnar má hann ekki ferðast til Þýskalands og kveðja hana. „Klopp er að syrgja þessa dagana, fólk ætti að stíga eitt skref til baka og bera virðingu fyrir honum.“

„Ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður, að missa mömmu sína og fá svo ekki að mæta í jarðarförina. Þetta eru hræðilegar aðstæður að vera í.“

Crouch segir að það eigi að vera ákvörðun Klopp þegar kemur að því að yfirgefa Liverpool. „Það á enginn annar að taka ákvörðun um hvenær sá tímapunktur er fyrir Klopp að hætta.“

„Horfið bara á afrek hans, úrslitaleikir og búinn að vinna stærstu titlana. Hæfileikaríkir leikmenn hafa orðið að heimsklassa leikmönnum undir hans stjórn.“

„Það er rétt að titilvörn þeirra hefur ekki gengið en gleymum því ekki að Liverpool var á toppnum um jólin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham
433Sport
Í gær

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?
433Sport
Í gær

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi