fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Guðni Bergsson fær enga samkeppni um starfið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 12:45

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ fær ekki neina samkeppni um stöðuna þegar kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ í lok mánaðarins.

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 13. febrúar. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og hafa allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt. Kosning skal fara þannig fram:

a. Kosning formanns, annað hvert ár, til tveggja ára í senn. Formaður skal ekki sitja lengur en sex kjörtímabil samfleytt.
b. Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára.
c. Kosning 3ja manna til vara í stjórn til eins árs.
d. Kosning 4ra fulltrúa frá landsfjórðungunum til tveggja ára.
e. Kosning 4ra varafulltrúa frá landsfjórðungunum til tveggja ára.
Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing (12. febrúar eða fyrr) og hefur kjörnefnd yfirfarið gögn frambjóðenda. Framboðin eru birt í stafrófsröð.

Kosning formanns
Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 73. ársþingi KSÍ í febrúar 2019. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur á 75. ársþingi KSÍ árið 2021.

Guðni Bergsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Kosning í stjórn
Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í stjórn KSÍ lýkur á 75. ársþingi KSÍ 27. febrúar nk.:

Ásgeir Ásgeirsson Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi
Magnús Gylfason Hafnarfirði
Þorsteinn Gunnarsson Reykjavík
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar:

Ásgeir Ásgeirsson Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi
Magnús Gylfason Hafnarfirði
Þorsteinn Gunnarsson Reykjavík
Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2022):

Gísli Gíslason Akranesi
Ingi Sigurðsson Vestmannaeyjum
Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík
Valgeir Sigurðsson Garðabæ
Kosning varamanna í stjórn

Eins árs kjörtímabili varamanna í stjórn lýkur á 75. ársþingi KSÍ 27. febrúar nk.:

Þóroddur Hjaltalín Akureyri
Guðjón Bjarni Hálfdánarson Árborg
Jóhann K. Torfason Ísafirði
Eftirtaldir hafa boðið sig fram sem varamenn í stjórn:

Guðjón Bjarni Hálfdánarson Árborg
Jóhann K. Torfason Ísafirði
Þóroddur Hjaltalín Akureyri
Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga

Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 75. ársþingi KSÍ 27. febrúar nk.:

Jakob Skúlason Vesturlandi
Björn Friðþjófsson Norðurlandi
Bjarni Ólafur Birkisson Austurlandi
Tómas Þóroddsson Suðurlandi
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalfulltrúa landsfjórðunga:

Jakob Skúlason Vesturlandi
Björn Friðþjófsson Norðurlandi
Bjarni Ólafur Birkisson Austurlandi
Tómas Þóroddsson Suðurlandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Í gær

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna