fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Eiður Smári um stöðuna: „Þeir eru bara mannlegir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titilvörn Liverpool hefur ekki heppnast vel, eftir að hafa unnið deildina með yfirburðum í fyrra er bakslag í Bítlaborginni. Fjöldi leikmanna Liverpool hefur glímt við meiðsli og aðrir lykilmenn finna ekki taktinn.

Jurgen Klopp hefur í nokkur ár nánast spilað á sama liðinu og virðist örla á þreytu í leikmannahópnum. Mikill kraftur og orka fer í leikstíl Liverpool og leikmennirnir virðast margir þurfa á hvíld að halda.

„Þeir eru bara mannlegir, það er spurning hvort að Klopp hafi átt að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Fylgjast með mínútum hverra leikmanna fyrir sig, og hugsa um hvenær væri hægt að gefa frítt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen á Vellinum hjá Síminn Sport í gær.

Liverpool tapaði gegn Leicester um helgina og var það þriðja tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. „4-5 leikmenn eru á sama tíma mjög þreyttir, fimm á hliðarlínunni meiddir svo ofan á það.“

Gylfi Einarsson sem var sérfræðingur með Eiði Smára í gær segir að Klopp geti ekki hvílt leikmenn, hann sé ekki með jafn sterkan hóp og Manchester City.

„Hann getur ekki hvílt þá, leikmennirnir sem eru á bekknum eru ekki nógu góðir. Hópurinn er það góður hjá City að þeir geta þetta, heavy metal fótbolti á nánast sama liðinu í þrjú ár tekur á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham
433Sport
Í gær

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?
433Sport
Í gær

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi