fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Segir frá því þegar hann og Guardiola grétu saman – Faðir hans var alvarlega veikur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emile Hojberg miðjumaður Tottenham er ævinlega þakklátur Pep Guardiola en þeir störfuðu saman hjá FC Bayern. Hojberg var 18 ára gamall þegar hann lék undir stjórn Guardiola en faðir hans greindist þetta sama ári með krabbamein.

Árið 2013 var Hojberg farinn að fá tækifæri hjá Guardiola en faðir hans greindist með krabbamein. Guardiola fékk skilaboð um það og kallaði Hojberg á fund.

„Guardiola kallaði mig á fund og sagðist hafa heyrt af veikindum pabba, við ræddum þessi mál,“ sagði Hojberg.

Hojberg og Guardiola takast á um helgina þegar Tottenham og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég byrjaði að gráta þarna þegar við ræddum saman, ég lifði í óvissu og var hræddur. Hann sagði mér að ég ætti alltaf að hugsa um þá standa sem mér næst, vinnan ætti að vera í öðru sæti á svona tímum.“

„Hann sagðist alltaf vera til staðar og síðan fór hann að gráta. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja.“

Uli Hoeness forseti Bayern sá til þess að faðir Hojberg yrði flogið til Þýskalands og þar fékk hann bestu mögulegu meðferð. Það dugði ekki til því faðir hans féll frá ári síðar.

„Það er erfitt að syrgja, þú stendur einn. Ég er 18 ára þarna og þetta áfall lifir alltaf með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað