„Ég er sorgmæddur, sársaukinn er ótrúlegur,“ skrifar Neymar í færslu á Instagram, hann er lítill í sér vegna meiðsla sem nú hrjá hann.
Neymar verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðsla aftan í læri, hann meiddist í leik gegn Caen í franska bikarnum í gær.
Þessi 29 ára gamli leikmaður missir af leikjum gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, Neymar er ansi oft meiddur og það er farið að taka á sálina.
„Enn á ný þarf ég að hætta að gera það sem ég elska um stutta stund, sem er að spila fótbolta. Stundum líður mér illa með leikstíl minn, það er endalaust brotið á mér þegar ég er með boltann.“
„Það særir mig að heyra leikmann, þjálfara eða fréttamenn segja að það verði að sparka mig niður. Að ég sé dýfukóngur, að ég væli, að ég sé barn, að ég sé ofdekraður og fleira í þeim dúr.“
„Þetta særir mig og ég veit ekki hvort ég höndli þetta lengur, ég vil bara njóta þess að spila fótbolta.“
View this post on Instagram