fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Hjartnæmt bréf Solskjær vekur athygli – Maður sem íhugað hefur sjálfsvíg ræddi mál sín

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur vakið athygli fyrir hjartnæmt bréf sem hann skrifar einum stuðningsmanni félagsins.

Ryan nokkur vatki athygli í útvarpsviðtali á dögunum þar sem hann ræddi um þunglyndi sitt. „Ég hef ot átt mjög erfitt og hugleitt sjálfsvíg,“ sagði Ryan.

Hann segir að Manchester United og Ole Gunnar Solskjær hafi hjálpað sér í baráttunni. „Manchester United hefur hjálpað mér að snúa blaðinu við, ég vakna og veit af United leik og það gefur mér gleði. Ole Gunnar Solskjær hefur gefið mér kraft, ég trúi á hann.“

Solskjær fékk veður af þessu og skrifaði Ryan bréf sem hann er ævinlega þakklátur fyrir. Í bréfinu segir. „Ég vildi skrifa þér smá og segja þér hversu glaður ég er að heyra að þér líði vel,“ skrifar Solskjær í bréfi sínu.

„Þetta eru furðulegir tímar og ég veit að það er erfitt fyrir marga. Ég var glaður að heyra að þú sért á batavegi.“

„Um leið og lífið verður eðlilegt aftur vil ég bjóða þér á leik eða á æfingu hjá okkur. Á meðan vona ég þú haldi áfram á sömu leið og við gerum okkar besta innan vallar.·

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld