fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Óvíst hvenær Alfreð snýr aftur á völlinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er eitthvað í það að Alfreð Finnbogason framherji Augsburg og íslenska landsliðsins verði leikfær. Þessi knái sóknarmaður hefur glímt við mikið magn af meiðslum síðustu ár.

Alfreð hefur misst af síðustu tveimur leikjum Augsburg vegna meiðsla í kálfa og Heiko Herrlich þjálfari Augsburgs segir hann ekki kláran í slaginn.

Alfreð hefur byrjað þrjá leiki með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og komið við sögu í 12 leikjum í heildina.

Íslenski framherjinn kom við sögu í 21 leik hjá Augsburg á síðustu leiktíð en hann er með samning við félagið til ársins 2022.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands vonast til þess að Alfreð nái heilsu fyrir fyrstu leikina sína með liðið Liðið hefur leik í undankeppni HM í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld