fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Kallaði Wenger skíthæl til að reyna komast frá Arsenal

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 19:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski framherjinn Nicklas Bendtner var í ítarlegu viðtali hjá tímariti FourFourTwo á dögunum. Leikmaðurinn átti góða og slæma tíma hjá Arsenal og greindi frá því að árið 2013 hafi soðið upp úr í samskiptum hans og forráðamanna Arsenal.

Bendtner eyddi yfir áratug hjá Arsenal, spilaði 171 leik, skoraði 47 mörk og gaf 22 stoðsendingar. Hann vildi yfirgefa liðið árið 2013 en Wenger neitaði að láta hann fara.

„Við bárum virðingu fyrir hvor öðrum og áttum góða fundi, við vorum einnig hreinskilnir. Sumarið 2013 vildi ég fara frá Arsenal og Crystal Palace hafði boðið mér góðan samning. Ekkert varð af félagsskiptunum því Arsenal fann ekki leikmann í staðinn fyrir mig,“ segir Bendtner.

Bendtner endaði með því að spila eitt ár í viðbót með félaginu en segist hafa verið það staðráðinn í að reyna komast í burtu sumarið 2013 að hann hafi meðal annars tekið upp á því að uppnefna Wenger og móðga hann til að reyna fá hann til þess að selja sig.

„Wenger hringdi í mig og sagði ‘fyrirgefðu, þú getur ekki farið.’ Fyrir mig var það mikið högg, ég hafði beðið í langan tíma eftir því að fara. Ég kallaði Wenger skíthæl svo hann myndi neyðast til þess að selja mig en það virkaði ekki. Það sýndi mér hans karakter því hann útskýrði það fyrir mér að þetta væri besta niðurstaðan fyrir félagið,“ sagði Nicklas Bendtner, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið