Hinn umdeildi sjónvarpsmaður, Piers Morgan hefur valið tíu bestu íþróttamenn sögunnar að hans mati. Morgan hefur sterkar skoðanir á hlutunum og val hans vekur athygli.
Ekkert pláss er fyrir hinn magnaða Tom Brady eða Lionel Messi sem er að margra mati besta knattspyrnumann sögunnar.
Aðeins einn knattspyrnumaður kemst á listann en það er Cristiano Ronaldo en hann situr í fimmta sætinu. „Magnaður íþróttamaður og ótrúlegur keppnismaður, hefur unnið titla í fjórum löndum. Cristiano er besti knattspyrnumaðurinn sem reimað hefur á sig skóna,“ sagði Morgan.
Roger Federer, Tiger Woods, Muhaed Ali og Michael Jordan komast á listann en Sir Don Bradman er besti íþróttamaður sögunnar að mati Morgan. Sir Don var magnaðu krikket spilari á árum áður.
10 Bestu að mati Piers Morgan:
10. Ayrton Senna (F1)
9. Wayne Gretzky (NHL)
8. Michael Phelps (Sund)
7. Roger Federer (Tennis)
6. Tiger Woods (Golf)
5. Cristiano Ronaldo (Fótbolti)
4. Usain Bolt (Hlaupari)
3. Muhammad Ali (Box)
2. Michael Jordan (NBA)
1. Sir Don Bradman (Krikket)