fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pique gæti verið á leið í 12 leikja bann – „Hvernig munu þeir ekki dæma Real Madrid í hag?“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 21:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, gæti átt yfir höfði sér 12 leikja bann eftir að hafa látið óheppileg orð falla um dómara í spænsku úrvalsdeildinni í YouTube þættinum Post United á dögunum. Þetta herma heimildir Marca.

Pique ýjaði að því í þættinum að dómarar í spænsku deildinni héldu með Real Madrid og dæmdu liðinu í hag.

„Á dögunum sagði fyrrverandi dómari við mig að 85% af dómurum líkar best við Real Madrid. Hvernig munu þeir ekki dæma Real Madrid í hag?“ var meðal þess sem Pique sagði í umræddum þætti.

Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka þessi ummæli Pique fyrir og samkvæmt heimildum Marca gæti hann átt yfir höfði 12 leikja bann ásamt því að þurfa að greiða sekt.

Pique hefur verið frá vegna hnémeiðsla og það síðasta sem hann þarf á að halda núna er 12 leikja bann til að hindra endurkomu hans á knattspyrnuvöllinn enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool