fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Gæti Håland gengið til liðs við Leeds United? – Á sér draum er tengist félaginu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 18:30

Erling Braut Haaland (Dortmund) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Håland, framherji Borussia Dortmund, er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Norðmaðurinn hefur verið orðaður við stórlið í álfunni en vefsíðan FourFourTwo, bendir einnig á áhugaverð tengsl kappans við Leeds United.

Håland fæddist í Leeds, á þeim tíma spilaði faðir hans með félaginu og tengsl fjölskyldunnar við borgina og félagið eru sterk. Alf-Inge Rasdal Håland, spilaði 74 leiki fyrir Leeds United á sínum tíma og skoraði 8 mörk.

Í viðtali við norska blaðið Aftenposten, sagði þá 16 ára gamall Erling Braut Håland frá draumum sínum.

„Draumurinn er að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds. Að auki er það markmið að verða betri en pabbi í knattspyrnu, spila fleiri leiki en hann,“ sagði Håland á sínum tíma.

Leeds United er nú aftur komið í ensku úrvalsdeildina eftir margra ára fjarveru. Þó að það verði að teljast ólíklegt að Håland gangi til liðs við Leeds United þegar að félög á borð við Manchester City, Juventus og Barcelona eru á eftir honum, verður það að teljast ansi rómantísk saga ef Norðmaðurinn myndi spila þar.

Alf Inge Haland / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar