fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Vill að Manchester United framlengi samning Cavani

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 18:06

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Hughes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að sitt gamla félag framlengi samning framherjans Edinson Cavani.

Cavani gekk til liðs við Manchester United á frjálsri sölu í október á síðasta ári og gerði eins árs samning við félagið. Hann hefur spilað 22 leiki á þessari leiktíð og skorað 7 mörk.

„Hann gerir gæfumuninn að mínu mati. Fyrir komu hans var búið að prófa Rashford, Martial og Greenwood í framherjastöðunni en mér fannst enginn af þeim skilja hlutverk framherjans eins og maður þarf að gera – að vera aðal skotmarkið og áhersla sóknarleiksins,“ sagði Mark Hughes í viðtali á Talksport.

Mark Hughes skoraði 163 mörk í 467 leikjum með Manchester United sem framherji og hann er hrifinn af leikstíl Cavani.

„Þegar Cavani spilar þá skynjar maður aðeins meiri einbeitningu og áhersluatriði í sóknarleik liðsins. Að sama skapi geta hinir leikmennirnir (Rashford, Martial og Greenwood) spilað í sínum náttúrulegu stöðum,“ sagði Mark Hughes, fyrrverandi leikmaður Manchester United.

Klásúla er í samningi Cavani um að hægt sé að framlengja núverandi samning um eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar