Segja má að Íslandsvinurinn Phil Foden hafi sprungið út eftir að komst um framhjáhald hans á Íslandi í september á síðasta ári. Þetta enska ungstirni átti magnaðan leik í sigri Manchester City á Liverpool um helgina.
Foden var kippt niður á jörðina í september þegar upp komst um framhjáhald hans á Hótel Sögu. Foden er í langtímasambandi með Rebeccu Cooke og eiga þau saman rúmlega tveggja ára gamlan strák.
Foden og Mason Greenwood samherji hans úr enska landsliðinu voru reknir úr hópi liðsins á Íslandi þegar þeir fengu tvær íslenskar stúlkur á hótel sitt hér á landi, var það brot á sóttvarnarlögum. Málið vakti heimsathygli.
Lára Clausen sem eyddi nóttinni með Foden sagði frá málinu í einkaviðtali við Daily Mail. „Ég sagði honum að Nadía væri örugglega stærri en hann. Síðan kyssti hann mig bara. Hann svaraði engu held ég. Ég kyssti hann til baka. Það var gott að kyssa hann,“ sagði Lára sem sagði þau hafa stundað kynlíf á Hótel Sögu.
Foden er aðeins tvítugur en eftir að enska pressan hafði hakkað hann í sig hefur hann fundið vopn sín innan vallar og spilað frábærlega síðustu vikur og mánuði. Flestir telja að hann sé næsta stjarna enska landsliðsins.
„Stundum sjáum við leiki og maður hugsar með sér að þetta sé stjarna, Phil Foden gegn Liverpool. Hraðabreytingarnar, hann tók Henderson rosalega á í 2-1 markinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason um frammistaða Foden gegn Liverpool var rædd í Dr. Football.
Kristján Óli Sigurðsson telur að Foden hafi lært af atvikinu á Íslandi. „Hann verður fastamaður í enska landsliðinu núna, var aðeins skotinn niður á jörðina. Enska pressan tók hann af lífi, átti barn og var að halda framhjá. Menn lifa og læra.“
„Hann er ekki framherji en er að skora fyrir þá reglulega, það var ekkert eðlileg ógn af honum þarna hægra megin. Hann hefur verið mikið vinstra megin, fyrst þegar hann kom inn var hann inn á miðsvæðinu. Hann verður helvíti góður.“