David De Gea, markvörður Manchester United, hefur fengið töluverða gagnrýni á sig eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Everton um helgina.
Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton jafnaði leikinn fyrir Everton í uppbótartíma og spjótin hafa beinst að De Gea í marki Manchester United, sem hefði átt að gera betur í aðdraganda marksins.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, varð spurður út í stöðu De Gea í viðtali eftir leik.
„Allir leikmenn verða að vinna sér inn sæti í liðinu, við erum með samkeppni í öllum stöðum,“ sagði Solskjær eftir leik.
Solskjær vildi hins vegar ekki kenna neinum einum leikmanni um mörkin sem Manchester United fékk á sig í leiknum.
„Ég myndi ekki kenna neinum einum leikmanni um mörkin sem við fengum á okkur en við hefðum geta gert betur sem lið til að verjast þeim öllum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.
Manchester United er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Manchester City sem á einnig leik til góða á United. Næsti leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er þann 14. febrúar gegn West Brom.