Árið 2018 gekk portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo, til liðs við Juventus frá Real Madrid. Í kjölfarið þurfti hann að finna sér nýjan samastað á Ítalíu sem hann gerði svo sannarlega.
Nýja heimili Ronaldo samanstendur af tveimur samliggjandi einbýlishúsum sem hægt er að komast að með því að keyra eftir einkavegi og framhjá öryggisvörðum kappans.
Eignin svipar mikið til þeirrar eignar sem Ronaldo átti á Spáni og er það ein af helstu ástæðum þess að hann er mjög ánægður á Ítalíu.
Eignin er metin á rúmar 8 milljónir punda, það samsvarar rúmlega 1,4 milljarði íslenskra króna.
Ronaldo æfir mikið, ekki bara á æfingasvæði Juventus heldur einnig heima hjá sér og er það einn af lykilþáttum þess að hann er í svo góðu formi þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall.
Meðal þess sem finna má í húsinu er líkamsræktarsalur og sundlaug. Eignin er staðsett hátt yfir Turin og skartar því gríðarlega flottu útsýni af borginni.